- Seljandi er Handknattleiksfélag Kópavogs, kt. 630981-0269. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera fjárráða til þess að eiga viðskipti í netverslun HK, https://hkverslun.netve.is/
- Verð er alltaf með 24% virðisaukaskatti. HK áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð eru í íslenskum krónum og eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. HK áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.
Skilaréttur er 14 dagar frá afhendingu. Vörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og kvittun þarf að fylgja. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um ranga eða gallaða vöru sé að ræða.
- Sendingarkostnaður bætist við verð vöru áður en greiðsla fer fram.
- Afgreiðslutími er 3-4 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist, að því gefnu að varan sé til á lager.
- Hægt er að greiða með greiðslukorti í vefverslun í gegnum örugga greiðslugátt Teyja, engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum HK.
- Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjanes. Lögheimili og varnarþing HK er í Kópavogi.