Lýsing
Tímabilin 2024-2025 og 2025-2026 kemur ný keppnistreyja fyrir Handknattleiksdeild HK. Eins og síðastliðin ár gefst stuðningsmönnum HK tækifæri til að styðja við félagið með því að kaupa nafn sitt á keppnistreyjuna. Þú getur fyrir aðeins 15.000 kr hvort tímabil, samtals 30.000 kr. fengið nafnið þitt ‘a keppnistreyjuna og þannig stutt við Handknattleiksdeild HK í tvö keppnistímabil.
Í hvert skipti sem leikmenn HK fara í búninginn eiga þeir að finna fyrir stuðningsmönnum sem standa við bakið á þeim gegnum súrt og sætt.
Leikmenn sem fara í búninginn gera það með virðingu fyrir öllum þeim sem hafa valið að setja nafn sitt á hann.

